Skoðun

Fyrsta heimilið

Gunnar Valur Gíslason skrifar
Á stefnumóti við ungt fólk í Garðabæ þann 20. maí sl. ræddu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við þátttakendur um ýmis málefni sem ungu fólki standa næst.

Umræðan var skemmtileg og afar fróðleg fyrir okkur frambjóðendur. Ljóst er að unga fólkið í Garðabæ hefur ákveðnar skoðanir varðandi framtíðaruppbyggingu bæjarins síns. Búsetuúrræði fyrir ungt fólk í bænum voru efst á baugi í umræðunni.

Fyrsta heimilið

Margir ungir Garðbæingar eru um þessar mundir að huga að því að stofna sitt fyrsta heimili. Litlar íbúðir á viðráðanlegu verði, hagkvæmar í rekstri og örugg dagvistunarúrræði eru mál sem eru þeim efst í huga.

Við sjálfstæðismenn viljum koma til móts við þarfir unga fólksins okkar með því að kappkosta að húsnæði fyrir ungt fólk verði í auknum mæli í boði í Garðabæ. Við ætlum að vinna áfram að því að ungir Garðbæingar geti búið áfram hér í bænum þegar þeir flytja úr foreldrahúsum.

Fyrir yngstu íbúana

Samfélagið okkar er í stöðugri uppbyggingu. Brýnt er að við gætum þess ávallt að aukin íbúabyggð og uppbygging skóla/leikskóla haldist þétt í hendur.

Við sjálfstæðismenn í Garðabæ ætlum að styrkja þjónustu við yngstu íbúana og foreldra þeirra á næsta kjörtímabili með fjölgun smábarnaskóla og með því að efla dagforeldrakerfið.

Við viljum tryggja að unga fólkið okkar eigi sér örugga framtíð í Garðabæ. Merkjum x við D í kosningunum á laugardaginn.




Skoðun

Sjá meira


×