Velferð barna og ungmenna í Garðabæ Jóna Sæmundsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Sæmundsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun