Ingólfur Arnarson var Pírati Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 07:00 Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun