Ekki kjósa! Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 …nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
…nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu!
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar