Bjartir og skemmtilegir garðar og útivistarsvæði í Garðabæ Auður Hallgrímsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar