
Griðastaðurinn Reykjavík
Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt.
Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga.
Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað.
Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ
Skoðun

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar