Yfirvöld koma í veg fyrir að ungt fólk flytji að heiman Ingvar S. Birgisson skrifar 2. júní 2014 10:39 Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun