Breytt forysta og kerfisbreytingar Þorsteinn Pálsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Lesa má í úrslit sveitarstjórnarkosninganna með ýmsu móti. Þannig gefur samanburður við fjögurra ára gamlar tölur í síðustu sveitarstjórnarkosningum aðra mynd en mið við ársgamlar tölur frá alþingiskosningunum í fyrra. Ætli menn að spá í hvort kjósendur voru að senda stjórnarflokkunum skilaboð þarf að bera úrslitin saman við þær kosningar sem komu þeim til valda. Þegar litið er á úrslitin í kosningunum um síðustu helgi frá þessu sjónarhorni er nokkuð augljóst að kjósendur voru að senda stjórnarflokkunum mismunandi skilaboð. Ef báðir flokkarnir ætla að greina þau og taka tillit til þeirra kann það þar af leiðandi að auka á sambúðarvandann. Kjósi menn aftur á móti að leiða skilaboðin hjá sér núna getur reynst snúnara að bregðast við þegar nær dregur kosningum. Miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar vann Framsókn mikinn sigur í Reykjavík með því að fá tvo menn kjörna út á tæplega ellefu prósent atkvæða. Þessi sigur fékkst með leikfléttu á síðustu stundu sem gagnast hefur þeim flokkum vel í Evrópu upp á síðkastið sem sækja jaðaratkvæði með því að sá tortryggni í garð útlendinga. Þegar þessi úrslit eru hins vegar borin saman við þingkosningarnar fyrir ári kemur í ljós að Framsókn hefur tapað meir en þriðjungi atkvæðanna í Reykjavík þrátt fyrir þessa leikfléttu. Þetta þýðir að atkvæðin sem færðu flokknum ríkisstjórnarforystuna eru farin. Það eru sterk og afgerandi skilaboð frá kjósendum. Lærdómurinn fyrir Framsókn er þó sá að það gangi að höfða til jaðaratkvæða með popúlistískum málflutningi ýmist yst til vinstri eins og í fyrra eða yst til hægri eins og nú.Ábyrgð og velferð Þessi samanburður horfir með allt öðrum hætti við þegar litið er á árangur Sjálfstæðisflokksins. Tap hans í Reykjavík var afar stórt þegar litið er á kosningarnar fyrir fjórum árum. Hann heldur aftur á móti þeim hlut sem hann fékk í alþingiskosningunum fyrir ári. Úrslitin í Reykjavík eru að þessu leyti hlutlaus gagnvart ríkisstjórnarsetunni. Það er skárri niðurstaða en síðustu skoðanakannanir bentu til. Í kraganum umhverfis höfuðborgina og í ýmsum sveitarfélögum úti á landi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta eða meirihlutasamstarfi heldur hann hlut sínum frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og styrkir stöðuna í sumum tilvikum. Þó að samanburður við alþingiskosningar í þessum bæjarfélögum sé erfiðari en í Reykjavík eru úrslitin augljóslega betri en í þeim. Það er sammerkt með þessum sveitarfélögum að þar hafa kjósendur bæði lengri og skemmri reynslu af góðu jafnvægi milli ábyrgrar fjármálastjórnar og traustrar velferðarþjónustu. Þó að vörumerki Sjálfstæðisflokksins hafi fallið í hruninu hafa þessi sveitarfélög haldið því uppréttu. Augljóst er að kjósendur hafa ekki viljað raska þeirri stöðu sem ábyrg fjármálastjórn hefur skapað í þessum heimabæjum þeirra algjörlega óháð afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Hæpið er því að staðhæfa að góð úrslit í þessum bæjarfélögum lýsi trausti á ríkisstjórnina. En lærdómurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn getur dregið af þessum kosningaúrslitum er að leggja áfram áherslu á ábyrga fjármálastjórn eins og hann hefur reynt í stjórnarsamstarfinu. Hann á mikið verk fyrir höndum þar til hann hefur endurnýjað traust á því sviði við landsstjórnina. En skilaboðin frá kjósendum eru skýr um þetta efni.Olía og vatn blandast illa Niðurstaðan er sem sagt þessi: Framsóknarflokkurinn fær skilaboð um að hann geti haldið sér á floti með málflutningi sem skapar stundarvinsældir á pólitískum jöðrum. Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur á móti þau skilaboð að langtímasjónarmið um ábyrgð í fjármálum séu líklegust til árangurs. Slík pólitík er jafnan erfið í byrjun en skilar sér síðar. Verkurinn er sá að það er eins og að blanda olíu við vatn þegar fella á saman þessi misvísandi skilaboð til stjórnarflokkanna. Það eykur svo á vandann að Framsóknarflokkurinn hefur misst þann stuðning sem notaður var til að réttlæta stjórnarforystu hans þrátt fyrir meira fylgi Sjálfstæðisflokksins. Það var misráðið af Alþýðusambandinu rétt fyrir kosningar að lýsa því yfir að tilraunin til ábyrgra stöðugleikasamninga hefði mistekist. En hitt má vera rétt að nýjar pólitískar forsendur þurfi svo halda megi áfram á þeirri braut. Kosningaúrslitin gefa tilefni til að lagðar verði skýrar línur í þeim tilgangi. Að þessu virtu væri það í góðu samræmi við kosningaúrslitin og eins til að undirstrika að ábyrgðin hefði leyst skyndivinsældaaðgerðir af hólmi að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forystu í ríkisstjórninni. Jafnframt þyrfti að sýna róttækar kerfisbreytingar, meðal annars með áætlun um frjálsa búvöruverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Lesa má í úrslit sveitarstjórnarkosninganna með ýmsu móti. Þannig gefur samanburður við fjögurra ára gamlar tölur í síðustu sveitarstjórnarkosningum aðra mynd en mið við ársgamlar tölur frá alþingiskosningunum í fyrra. Ætli menn að spá í hvort kjósendur voru að senda stjórnarflokkunum skilaboð þarf að bera úrslitin saman við þær kosningar sem komu þeim til valda. Þegar litið er á úrslitin í kosningunum um síðustu helgi frá þessu sjónarhorni er nokkuð augljóst að kjósendur voru að senda stjórnarflokkunum mismunandi skilaboð. Ef báðir flokkarnir ætla að greina þau og taka tillit til þeirra kann það þar af leiðandi að auka á sambúðarvandann. Kjósi menn aftur á móti að leiða skilaboðin hjá sér núna getur reynst snúnara að bregðast við þegar nær dregur kosningum. Miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar vann Framsókn mikinn sigur í Reykjavík með því að fá tvo menn kjörna út á tæplega ellefu prósent atkvæða. Þessi sigur fékkst með leikfléttu á síðustu stundu sem gagnast hefur þeim flokkum vel í Evrópu upp á síðkastið sem sækja jaðaratkvæði með því að sá tortryggni í garð útlendinga. Þegar þessi úrslit eru hins vegar borin saman við þingkosningarnar fyrir ári kemur í ljós að Framsókn hefur tapað meir en þriðjungi atkvæðanna í Reykjavík þrátt fyrir þessa leikfléttu. Þetta þýðir að atkvæðin sem færðu flokknum ríkisstjórnarforystuna eru farin. Það eru sterk og afgerandi skilaboð frá kjósendum. Lærdómurinn fyrir Framsókn er þó sá að það gangi að höfða til jaðaratkvæða með popúlistískum málflutningi ýmist yst til vinstri eins og í fyrra eða yst til hægri eins og nú.Ábyrgð og velferð Þessi samanburður horfir með allt öðrum hætti við þegar litið er á árangur Sjálfstæðisflokksins. Tap hans í Reykjavík var afar stórt þegar litið er á kosningarnar fyrir fjórum árum. Hann heldur aftur á móti þeim hlut sem hann fékk í alþingiskosningunum fyrir ári. Úrslitin í Reykjavík eru að þessu leyti hlutlaus gagnvart ríkisstjórnarsetunni. Það er skárri niðurstaða en síðustu skoðanakannanir bentu til. Í kraganum umhverfis höfuðborgina og í ýmsum sveitarfélögum úti á landi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta eða meirihlutasamstarfi heldur hann hlut sínum frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og styrkir stöðuna í sumum tilvikum. Þó að samanburður við alþingiskosningar í þessum bæjarfélögum sé erfiðari en í Reykjavík eru úrslitin augljóslega betri en í þeim. Það er sammerkt með þessum sveitarfélögum að þar hafa kjósendur bæði lengri og skemmri reynslu af góðu jafnvægi milli ábyrgrar fjármálastjórnar og traustrar velferðarþjónustu. Þó að vörumerki Sjálfstæðisflokksins hafi fallið í hruninu hafa þessi sveitarfélög haldið því uppréttu. Augljóst er að kjósendur hafa ekki viljað raska þeirri stöðu sem ábyrg fjármálastjórn hefur skapað í þessum heimabæjum þeirra algjörlega óháð afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Hæpið er því að staðhæfa að góð úrslit í þessum bæjarfélögum lýsi trausti á ríkisstjórnina. En lærdómurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn getur dregið af þessum kosningaúrslitum er að leggja áfram áherslu á ábyrga fjármálastjórn eins og hann hefur reynt í stjórnarsamstarfinu. Hann á mikið verk fyrir höndum þar til hann hefur endurnýjað traust á því sviði við landsstjórnina. En skilaboðin frá kjósendum eru skýr um þetta efni.Olía og vatn blandast illa Niðurstaðan er sem sagt þessi: Framsóknarflokkurinn fær skilaboð um að hann geti haldið sér á floti með málflutningi sem skapar stundarvinsældir á pólitískum jöðrum. Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur á móti þau skilaboð að langtímasjónarmið um ábyrgð í fjármálum séu líklegust til árangurs. Slík pólitík er jafnan erfið í byrjun en skilar sér síðar. Verkurinn er sá að það er eins og að blanda olíu við vatn þegar fella á saman þessi misvísandi skilaboð til stjórnarflokkanna. Það eykur svo á vandann að Framsóknarflokkurinn hefur misst þann stuðning sem notaður var til að réttlæta stjórnarforystu hans þrátt fyrir meira fylgi Sjálfstæðisflokksins. Það var misráðið af Alþýðusambandinu rétt fyrir kosningar að lýsa því yfir að tilraunin til ábyrgra stöðugleikasamninga hefði mistekist. En hitt má vera rétt að nýjar pólitískar forsendur þurfi svo halda megi áfram á þeirri braut. Kosningaúrslitin gefa tilefni til að lagðar verði skýrar línur í þeim tilgangi. Að þessu virtu væri það í góðu samræmi við kosningaúrslitin og eins til að undirstrika að ábyrgðin hefði leyst skyndivinsældaaðgerðir af hólmi að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forystu í ríkisstjórninni. Jafnframt þyrfti að sýna róttækar kerfisbreytingar, meðal annars með áætlun um frjálsa búvöruverslun.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun