Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar