Handónýt ríkisstjórn? Ögmundur Jónasson skrifar 11. júní 2014 07:00 Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun