Sjávarfang, þúfa, sólarkísill Hjálmar Sveinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar