Sjávarfang, þúfa, sólarkísill Hjálmar Sveinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun