Spilar inni í listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 09:00 Ásgeir hlakkar til að spila uppi á húsþaki. Vísir/Jónatan Grétarsson „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira