Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum 23. júní 2014 07:00 Svona er um að lítast hjá Læknum án landamæra í Donka í Gíneu. Mynd/Læknar án landamæra Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“ Ebóla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“
Ebóla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira