Menning hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun