Leynd hvílir yfir mannúðinni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun