Leynd hvílir yfir mannúðinni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun