Hamingju hvað sem það kostar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:00 Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun