Ótrúlegt hvað Ísland hefur framleitt mikið af góðum leikmönnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Norðmaðurinn Ronny Deila var yfirvegaður á fundinum í gær sem hann sat ásamt Kris Commons, besta leikmanni skosku deildarinnar í fyrra. fréttablaðið/arnþór „Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leik. Liðið er búið að æfa vel og það er gott að það sé komið að þessu,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundi í KR-heimilinu í gær. Þessi 38 ára gamli Norðmaður er nýtekinn við skoska stórliðinu en hann var þjálfari Strömsgodset í Noregi áður. Deila skrifaði undir eins árs samning við Celtic fyrir rúmum mánuði. Hans fyrsti leikur með Celtic er því á KR-vellinum og hann sagði á fundinum í gær að hann gerði sér vel grein fyrir því að það væri strax komin pressa á hann. „Ég vil taka þátt í stórum leikjum og þess vegna er ég að þjálfa þetta lið,“ sagði Deila en hann talaði varlega spurður hvort þetta væri hans stærsti leikur á ferlinum. „Það er erfitt að svara því. Allir leikir eru mikilvægir og það er í raun alltaf næsti leikur sem er mikilvægastur.“ Norðmaðurinn fær skosku pressuna strax á bakið ef ekki fer vel hjá liðinu á morgun. „Liðið er vel undirbúið og tilbúið í leikinn. Við viljum taka stjórnina á leiknum strax í upphafi og skora mörk. Því fleiri, því betra,“ sagði Deila en Strömsgodset var þekkt fyrir góðan sóknarleik undir hans stjórn. Deila sagðist ekki þekkja íslensku deildina vel en þekkti þó vel til íslenskra knattspyrnumanna. „Ég veit að KR er með duglegt og vel skipulagt lið. Þjálfarinn er síðan klókur enda þekkir hann leikinn vel. Ég hef spilað við marga Íslendinga og fylgst með landsliðinu. Það er líka fullt af flottum leikmönnum að gera það gott í norska boltanum. Það er ótrúlegt hvað Ísland hefur framleitt mikið af góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi og því starfi sem unnið er hér á landi.“ Það er einn Íslendingur hjá Celtic og það er framherji unglingalandsliðsins, Hólmbert Aron Friðjónsson. Hann fékk ekki að koma með liðinu til Íslands enda stólar Deila þjálfari á eldri og reyndari leikmenn liðsins í þessu verkefni. „Hólmbert er ungur og frambærilegur leikmaður. Við erum með sex framherja og það var ekki pláss fyrir hann að þessu sinni,“ sagði Deila við Fréttablaðið. „Það hefði verið of snemmt að taka hann inn núna. Við þurfum að vinna með hann áfram og þróa hans leik. Þetta er duglegur strákur sem þarf að halda áfram að vera duglegur og bíða eftir sínu tækifæri.“Viljum eiga möguleika úti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé kominn mikill spenningur í sína menn. „Það er gríðarleg spenna og tilhlökkun hjá öllum í félaginu. Það er frábært líka að geta spilað á KR-velli þar sem okkur líður vel,“ segir Rúnar en hvernig metur hann möguleikana gegn skoska stórliðinu? „Það eru alltaf einhverjir möguleikar í fótbolta. Þetta er lið sem rúllaði upp skosku deildinni og sögufrægt félag. Við vitum að þetta verður gríðarlega erfitt en við ætlum að reyna að stríða þeim eitthvað og fara út í seinni leikinn með möguleika í einvíginu. Þá verðum við að ná jafntefli eða ná sigri. Það er alltaf skemmtilegra eða eiga möguleika í seinni leiknum og geta farið í þann leik með einhverri reisn.“ Þjálfarinn veit sem er að hans lið er væntanlega ekki að fara að stýra leiknum og því mun skynsemin ráða í leiknum. „Ætli við leggjum ekki rútunni og reynum svo að nýta þau tækifæri sem gefast til þess að sækja. Við þekkjum það frá Evrópuævintýrum síðustu ára að okkar hlutverk verður að verjast mikið og á einhverrum tímapunkti verðum við að færa okkur framar og taka áhættur í okkar leik.“ KR-liðið lærði helling af leiknum gegn Standard Liège í fyrra. „Er við komumst 1-0 yfir þá urðu menn fullákafir í að sækja. Við brenndum okkur á því enda fengum við tvö mörk í andlitið og töpuðum 3-1 að lokum. Það eru oft lítil atriði sem skipta máli og verða að vera í lagi. Leikmenn þekkja þessi verkefni nú orðið og það er kostur. Það verða allir betri af því að spila svona leiki,“ segir Rúnar og hann skoraði að lokum á stuðningsmenn KR að láta vel í sér heyra enda munu stuðningsmenn Celtic á leiknum klárlega verða mjög fyrirferðarmiklir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leik. Liðið er búið að æfa vel og það er gott að það sé komið að þessu,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundi í KR-heimilinu í gær. Þessi 38 ára gamli Norðmaður er nýtekinn við skoska stórliðinu en hann var þjálfari Strömsgodset í Noregi áður. Deila skrifaði undir eins árs samning við Celtic fyrir rúmum mánuði. Hans fyrsti leikur með Celtic er því á KR-vellinum og hann sagði á fundinum í gær að hann gerði sér vel grein fyrir því að það væri strax komin pressa á hann. „Ég vil taka þátt í stórum leikjum og þess vegna er ég að þjálfa þetta lið,“ sagði Deila en hann talaði varlega spurður hvort þetta væri hans stærsti leikur á ferlinum. „Það er erfitt að svara því. Allir leikir eru mikilvægir og það er í raun alltaf næsti leikur sem er mikilvægastur.“ Norðmaðurinn fær skosku pressuna strax á bakið ef ekki fer vel hjá liðinu á morgun. „Liðið er vel undirbúið og tilbúið í leikinn. Við viljum taka stjórnina á leiknum strax í upphafi og skora mörk. Því fleiri, því betra,“ sagði Deila en Strömsgodset var þekkt fyrir góðan sóknarleik undir hans stjórn. Deila sagðist ekki þekkja íslensku deildina vel en þekkti þó vel til íslenskra knattspyrnumanna. „Ég veit að KR er með duglegt og vel skipulagt lið. Þjálfarinn er síðan klókur enda þekkir hann leikinn vel. Ég hef spilað við marga Íslendinga og fylgst með landsliðinu. Það er líka fullt af flottum leikmönnum að gera það gott í norska boltanum. Það er ótrúlegt hvað Ísland hefur framleitt mikið af góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi og því starfi sem unnið er hér á landi.“ Það er einn Íslendingur hjá Celtic og það er framherji unglingalandsliðsins, Hólmbert Aron Friðjónsson. Hann fékk ekki að koma með liðinu til Íslands enda stólar Deila þjálfari á eldri og reyndari leikmenn liðsins í þessu verkefni. „Hólmbert er ungur og frambærilegur leikmaður. Við erum með sex framherja og það var ekki pláss fyrir hann að þessu sinni,“ sagði Deila við Fréttablaðið. „Það hefði verið of snemmt að taka hann inn núna. Við þurfum að vinna með hann áfram og þróa hans leik. Þetta er duglegur strákur sem þarf að halda áfram að vera duglegur og bíða eftir sínu tækifæri.“Viljum eiga möguleika úti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé kominn mikill spenningur í sína menn. „Það er gríðarleg spenna og tilhlökkun hjá öllum í félaginu. Það er frábært líka að geta spilað á KR-velli þar sem okkur líður vel,“ segir Rúnar en hvernig metur hann möguleikana gegn skoska stórliðinu? „Það eru alltaf einhverjir möguleikar í fótbolta. Þetta er lið sem rúllaði upp skosku deildinni og sögufrægt félag. Við vitum að þetta verður gríðarlega erfitt en við ætlum að reyna að stríða þeim eitthvað og fara út í seinni leikinn með möguleika í einvíginu. Þá verðum við að ná jafntefli eða ná sigri. Það er alltaf skemmtilegra eða eiga möguleika í seinni leiknum og geta farið í þann leik með einhverri reisn.“ Þjálfarinn veit sem er að hans lið er væntanlega ekki að fara að stýra leiknum og því mun skynsemin ráða í leiknum. „Ætli við leggjum ekki rútunni og reynum svo að nýta þau tækifæri sem gefast til þess að sækja. Við þekkjum það frá Evrópuævintýrum síðustu ára að okkar hlutverk verður að verjast mikið og á einhverrum tímapunkti verðum við að færa okkur framar og taka áhættur í okkar leik.“ KR-liðið lærði helling af leiknum gegn Standard Liège í fyrra. „Er við komumst 1-0 yfir þá urðu menn fullákafir í að sækja. Við brenndum okkur á því enda fengum við tvö mörk í andlitið og töpuðum 3-1 að lokum. Það eru oft lítil atriði sem skipta máli og verða að vera í lagi. Leikmenn þekkja þessi verkefni nú orðið og það er kostur. Það verða allir betri af því að spila svona leiki,“ segir Rúnar og hann skoraði að lokum á stuðningsmenn KR að láta vel í sér heyra enda munu stuðningsmenn Celtic á leiknum klárlega verða mjög fyrirferðarmiklir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó