Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar ingvar haraldsson skrifar 18. júlí 2014 07:00 Brak Boeing 777 flugvélar Malaysian Airlines. Talið er að allir 295 sem voru um borð hafi látist nordicphotos/afp Talið er að allir 298 farþegar í flugi MH17, á vegum malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, séu látnir eftir að vélin hrapaði í Austur-Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að 295 hefðu látist en síðar kom í ljós að þrjú ungabörn voru einnig á meðal farþega. Flugvélin var á leið inn í rússneska lofthelgi þegar samband við hana rofnaði. Að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, kallaði atvikið hryðjuverkaárás og fullyrti að úkraínski herinn hefði ekki skotið vélina niður. Uppreisnarmenn neita einnig sök. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir Úkraínumenn bera ábyrgð á atvikinu. Ef úkraínski herinn hefði ekki hafið sókn gegn uppreisnarmönnum í Suðaustur-Úkraínu hefði harmleikurinn ekki átt sér stað. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og mjög sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. „Margt er óljóst varðandi það hvernig vélin hrapaði. Óstöðugleikinn á svæðinu, sem aðskilnaðarsinnar bera ábyrgð á í skjóli rússneskra yfirvalda, hefur skapað hættulegar aðstæður,“ sagði Rasmussen í yfirlýsingu. Meirihluti farþega um borð voru Hollendingar eða 154. Meðal látinna voru einnig Ástralar, Malasar, Indónesar, Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Filippseyingar og einn Kanadamaður. Enn er eftir að gera grein fyrir þjóðerni fleiri farþega. Atvikið gæti haft mikil áhrif á átökin á svæðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna stöðunnar. NATO fullyrðir að Rússar hafi aukið flutning hergagna til uppreisnarmanna á síðustu vikum. Vegna þessa hefur Bandaríkjastjórn hert efnahagsþvinganir gegn Rússum. MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Talið er að allir 298 farþegar í flugi MH17, á vegum malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, séu látnir eftir að vélin hrapaði í Austur-Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að 295 hefðu látist en síðar kom í ljós að þrjú ungabörn voru einnig á meðal farþega. Flugvélin var á leið inn í rússneska lofthelgi þegar samband við hana rofnaði. Að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, kallaði atvikið hryðjuverkaárás og fullyrti að úkraínski herinn hefði ekki skotið vélina niður. Uppreisnarmenn neita einnig sök. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir Úkraínumenn bera ábyrgð á atvikinu. Ef úkraínski herinn hefði ekki hafið sókn gegn uppreisnarmönnum í Suðaustur-Úkraínu hefði harmleikurinn ekki átt sér stað. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og mjög sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. „Margt er óljóst varðandi það hvernig vélin hrapaði. Óstöðugleikinn á svæðinu, sem aðskilnaðarsinnar bera ábyrgð á í skjóli rússneskra yfirvalda, hefur skapað hættulegar aðstæður,“ sagði Rasmussen í yfirlýsingu. Meirihluti farþega um borð voru Hollendingar eða 154. Meðal látinna voru einnig Ástralar, Malasar, Indónesar, Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Filippseyingar og einn Kanadamaður. Enn er eftir að gera grein fyrir þjóðerni fleiri farþega. Atvikið gæti haft mikil áhrif á átökin á svæðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna stöðunnar. NATO fullyrðir að Rússar hafi aukið flutning hergagna til uppreisnarmanna á síðustu vikum. Vegna þessa hefur Bandaríkjastjórn hert efnahagsþvinganir gegn Rússum.
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26