Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 20:37 Ísraelsmenn hafa ekki dregið úr árásum sínum undanfarna daga en þéttbýlt er á Gasasvæðinu sem merkir hámarkseyðileggingu í hvert sinn sem þeir láta sprengju falla úr lofti. VÍSIR/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða. Gasa Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða.
Gasa Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira