Brjálæðisleg Bræðsla Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Magni Ásgeirsson, bræðslustjóri er miklu meira en spenntur fyrir hátíðinni. Vísir/Stefán „Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira