Óleysanleg deila um landsvæði Freyr Bjarnason skrifar 26. júlí 2014 12:45 Ísraelskur skriðdreki af Merkava gerð. Nordicphotos/AFP Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC Gasa Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC
Gasa Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent