
Hver á sér fegra föðurland...
Íbúarnir fylgdu aldagamalli menningu, hvor hópurinn á sinn hátt sem þó er að mörgu leyti keimlíkur enda ætternið samfléttað úr ranni nokkurra fornþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, ef grannt er skoðað.
Með víðtæku samkomulagi þjóða heims fengu gyðingar rétt til að merkja sér sitt föðurland og ráða fyrir héruðum á um helmingi landsvæðisins. Þjóðirnar tóku sér þetta vald í mannúðarskyni. Palestínumenn og bandamenn þeirra höfnuðu þessari gjörð eins og hún var unnin. Skammvinnt og misráðið stríð gegn nýríkinu Ísrael til að koma í veg fyrir skiptinguna lauk með ósigri. Palestínumenn tvístruðust, margir inn á landsvæði sem nágrannaríki réðu yfir, eða tóku sér í öllu atinu, en aðrir þjöppuðu sér saman á fyrri slóðum.
Enginn veit með vissu hvernig deilur (frá 1920 til 1950), hefndir, samningsrof, leynimakk og ofbeldi gegn almenningi af báðum ætternum spenntu boga óvildar og haturs. Mannúðin lét undan síga, það er víst. Hitt vita allir að meðal gyðinga réðu nú mestu menn sem töldu, og telja enn, að þeir hafi guðlegan rétt, hafinn yfir vafa eða málamiðlanir, til landsvæðis sem virðist miklu stærra en en það sem upphaflega var úthlutað af meirihluta þjóðanna.
Skelfileg herkví
Í áratugi, en varla þakklætisskyni, hafa yfirvöld Ísraels svo þrammað fram, með yfirburða hermætti sínum og sérhagsmunastefnu, og lagt undir sig mest allt föðurland fyrrum sambýlinganna, múrað þá inni og þvingað, og beitt margföldu ofbeldi miðað við viðnám og ofbeldi þeirra hernumdu. Orsakir og afleiðingar hverfa í vítahring átaka. Fjöldi flóttamanna hefur búið í ömurlegum búðum og hverfum í nágrannalöndunum, kynslóð fram af kynslóð. Á þá hefur verið ráðist en því samtímis hafnað að til séu palestínskir flóttamenn án föðurlands.
Nú er annað föðurlandið næstum horfið af kortinu. Hluti þess er fáeinna hundraða ferkílómetra ósjálfbært landsvæði og húsakraðak í skelfilegri herkví. Hinn er töluvert stærra svæði, sundurtætt af ólöglegum hernámsbyggðum og undir grjóthörðu, vopnuðu eftirliti. Tilmælum, þrábeiðnum, alþjóðalögum og alþjóðlegum samþykktum vísa hinir sjálfsöruggu á bug en gefa ekki upp hvar þeir láta staðar numið með sitt föðurland. Né hvar hinir eiga að byggja föðurland.
Svo landlitlir eru Palestínumenn orðnir að talsvert af ungu fólki beggja vegna landamæranna hefur misst trú á að tveggja ríkja lausn geti veitt því viðunandi líf.
Málefnalega gagnrýni og kröfur um afturhvarf til upprunalega úthlutaðs föðurlands merkja talsmenn goðsagnarinnar sem gyðingahatur og stuðning við hryðjuverkamenn eða þeir vísa til Helfararinnar, sem siðaðir menn hafa löngu fordæmt, og spyrja: - Höfum við ekki þolað nóg? Þeir skilja ekki, eða leyna því vísvitandi, að við hötum engan. Við erum flest vinir gyðinga og Palestínumanna og segjum við ráðamenn í Ísrael, þess vegna og vegna forsögunnar: - Hlýðið alþjóðsamfélaginu, sem markaði ykkur föðurland. Virðið mannréttindi og alþjóðalög! Við ráðamenn fylkinga í Palestínu: - Bjóðið vopnahlé sem heldur.
Skoðun

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar

Æji nei innflytjendur
Davíð Aron Routley skrifar

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar