Hver á sér fegra föðurland... Ari Trausti Guðmundsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Um það bil er ég fæddist átti fólk af tveimur þjóðernum sér föðurland (eða móðurland eins og sagt er á sumum tungum) á landsvæði sem Bretar töldu sig umkomna að stýra sem verndarsvæði frá 1922 að telja. Á landsvæðinu bjó minnihluti, sennilega innan við fjórðungur, með gyðinglegan bakgrunn en flestir aðrir með arabískan. Öldum saman höfðu íbúarnir getað erjað jörðina, hlúð að ólífutrjám og ökrum, verslað og fiskað í bærilegri sátt, raunar oftast undir erlendri stjórn, m.a. tyrkneskri. Ætli margir íbúanna hafi ekki litið á landið sem eitt föðurland tveggja þjóða eða þjóðarbrota? Það er víst engin nýlunda í veröldinni. Fer litlum sögum af vandræðum milli þessa fólks, lengst af. Íbúarnir fylgdu aldagamalli menningu, hvor hópurinn á sinn hátt sem þó er að mörgu leyti keimlíkur enda ætternið samfléttað úr ranni nokkurra fornþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, ef grannt er skoðað. Með víðtæku samkomulagi þjóða heims fengu gyðingar rétt til að merkja sér sitt föðurland og ráða fyrir héruðum á um helmingi landsvæðisins. Þjóðirnar tóku sér þetta vald í mannúðarskyni. Palestínumenn og bandamenn þeirra höfnuðu þessari gjörð eins og hún var unnin. Skammvinnt og misráðið stríð gegn nýríkinu Ísrael til að koma í veg fyrir skiptinguna lauk með ósigri. Palestínumenn tvístruðust, margir inn á landsvæði sem nágrannaríki réðu yfir, eða tóku sér í öllu atinu, en aðrir þjöppuðu sér saman á fyrri slóðum. Enginn veit með vissu hvernig deilur (frá 1920 til 1950), hefndir, samningsrof, leynimakk og ofbeldi gegn almenningi af báðum ætternum spenntu boga óvildar og haturs. Mannúðin lét undan síga, það er víst. Hitt vita allir að meðal gyðinga réðu nú mestu menn sem töldu, og telja enn, að þeir hafi guðlegan rétt, hafinn yfir vafa eða málamiðlanir, til landsvæðis sem virðist miklu stærra en en það sem upphaflega var úthlutað af meirihluta þjóðanna.Skelfileg herkví Í áratugi, en varla þakklætisskyni, hafa yfirvöld Ísraels svo þrammað fram, með yfirburða hermætti sínum og sérhagsmunastefnu, og lagt undir sig mest allt föðurland fyrrum sambýlinganna, múrað þá inni og þvingað, og beitt margföldu ofbeldi miðað við viðnám og ofbeldi þeirra hernumdu. Orsakir og afleiðingar hverfa í vítahring átaka. Fjöldi flóttamanna hefur búið í ömurlegum búðum og hverfum í nágrannalöndunum, kynslóð fram af kynslóð. Á þá hefur verið ráðist en því samtímis hafnað að til séu palestínskir flóttamenn án föðurlands. Nú er annað föðurlandið næstum horfið af kortinu. Hluti þess er fáeinna hundraða ferkílómetra ósjálfbært landsvæði og húsakraðak í skelfilegri herkví. Hinn er töluvert stærra svæði, sundurtætt af ólöglegum hernámsbyggðum og undir grjóthörðu, vopnuðu eftirliti. Tilmælum, þrábeiðnum, alþjóðalögum og alþjóðlegum samþykktum vísa hinir sjálfsöruggu á bug en gefa ekki upp hvar þeir láta staðar numið með sitt föðurland. Né hvar hinir eiga að byggja föðurland. Svo landlitlir eru Palestínumenn orðnir að talsvert af ungu fólki beggja vegna landamæranna hefur misst trú á að tveggja ríkja lausn geti veitt því viðunandi líf. Málefnalega gagnrýni og kröfur um afturhvarf til upprunalega úthlutaðs föðurlands merkja talsmenn goðsagnarinnar sem gyðingahatur og stuðning við hryðjuverkamenn eða þeir vísa til Helfararinnar, sem siðaðir menn hafa löngu fordæmt, og spyrja: - Höfum við ekki þolað nóg? Þeir skilja ekki, eða leyna því vísvitandi, að við hötum engan. Við erum flest vinir gyðinga og Palestínumanna og segjum við ráðamenn í Ísrael, þess vegna og vegna forsögunnar: - Hlýðið alþjóðsamfélaginu, sem markaði ykkur föðurland. Virðið mannréttindi og alþjóðalög! Við ráðamenn fylkinga í Palestínu: - Bjóðið vopnahlé sem heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Um það bil er ég fæddist átti fólk af tveimur þjóðernum sér föðurland (eða móðurland eins og sagt er á sumum tungum) á landsvæði sem Bretar töldu sig umkomna að stýra sem verndarsvæði frá 1922 að telja. Á landsvæðinu bjó minnihluti, sennilega innan við fjórðungur, með gyðinglegan bakgrunn en flestir aðrir með arabískan. Öldum saman höfðu íbúarnir getað erjað jörðina, hlúð að ólífutrjám og ökrum, verslað og fiskað í bærilegri sátt, raunar oftast undir erlendri stjórn, m.a. tyrkneskri. Ætli margir íbúanna hafi ekki litið á landið sem eitt föðurland tveggja þjóða eða þjóðarbrota? Það er víst engin nýlunda í veröldinni. Fer litlum sögum af vandræðum milli þessa fólks, lengst af. Íbúarnir fylgdu aldagamalli menningu, hvor hópurinn á sinn hátt sem þó er að mörgu leyti keimlíkur enda ætternið samfléttað úr ranni nokkurra fornþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, ef grannt er skoðað. Með víðtæku samkomulagi þjóða heims fengu gyðingar rétt til að merkja sér sitt föðurland og ráða fyrir héruðum á um helmingi landsvæðisins. Þjóðirnar tóku sér þetta vald í mannúðarskyni. Palestínumenn og bandamenn þeirra höfnuðu þessari gjörð eins og hún var unnin. Skammvinnt og misráðið stríð gegn nýríkinu Ísrael til að koma í veg fyrir skiptinguna lauk með ósigri. Palestínumenn tvístruðust, margir inn á landsvæði sem nágrannaríki réðu yfir, eða tóku sér í öllu atinu, en aðrir þjöppuðu sér saman á fyrri slóðum. Enginn veit með vissu hvernig deilur (frá 1920 til 1950), hefndir, samningsrof, leynimakk og ofbeldi gegn almenningi af báðum ætternum spenntu boga óvildar og haturs. Mannúðin lét undan síga, það er víst. Hitt vita allir að meðal gyðinga réðu nú mestu menn sem töldu, og telja enn, að þeir hafi guðlegan rétt, hafinn yfir vafa eða málamiðlanir, til landsvæðis sem virðist miklu stærra en en það sem upphaflega var úthlutað af meirihluta þjóðanna.Skelfileg herkví Í áratugi, en varla þakklætisskyni, hafa yfirvöld Ísraels svo þrammað fram, með yfirburða hermætti sínum og sérhagsmunastefnu, og lagt undir sig mest allt föðurland fyrrum sambýlinganna, múrað þá inni og þvingað, og beitt margföldu ofbeldi miðað við viðnám og ofbeldi þeirra hernumdu. Orsakir og afleiðingar hverfa í vítahring átaka. Fjöldi flóttamanna hefur búið í ömurlegum búðum og hverfum í nágrannalöndunum, kynslóð fram af kynslóð. Á þá hefur verið ráðist en því samtímis hafnað að til séu palestínskir flóttamenn án föðurlands. Nú er annað föðurlandið næstum horfið af kortinu. Hluti þess er fáeinna hundraða ferkílómetra ósjálfbært landsvæði og húsakraðak í skelfilegri herkví. Hinn er töluvert stærra svæði, sundurtætt af ólöglegum hernámsbyggðum og undir grjóthörðu, vopnuðu eftirliti. Tilmælum, þrábeiðnum, alþjóðalögum og alþjóðlegum samþykktum vísa hinir sjálfsöruggu á bug en gefa ekki upp hvar þeir láta staðar numið með sitt föðurland. Né hvar hinir eiga að byggja föðurland. Svo landlitlir eru Palestínumenn orðnir að talsvert af ungu fólki beggja vegna landamæranna hefur misst trú á að tveggja ríkja lausn geti veitt því viðunandi líf. Málefnalega gagnrýni og kröfur um afturhvarf til upprunalega úthlutaðs föðurlands merkja talsmenn goðsagnarinnar sem gyðingahatur og stuðning við hryðjuverkamenn eða þeir vísa til Helfararinnar, sem siðaðir menn hafa löngu fordæmt, og spyrja: - Höfum við ekki þolað nóg? Þeir skilja ekki, eða leyna því vísvitandi, að við hötum engan. Við erum flest vinir gyðinga og Palestínumanna og segjum við ráðamenn í Ísrael, þess vegna og vegna forsögunnar: - Hlýðið alþjóðsamfélaginu, sem markaði ykkur föðurland. Virðið mannréttindi og alþjóðalög! Við ráðamenn fylkinga í Palestínu: - Bjóðið vopnahlé sem heldur.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun