
Starfsgreining sendiherra
Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun.
Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin.
Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra.
Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi.
Kröfulýsing sendiherrastarfsins
Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa:
Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum.
Þekking á íslensku lagaumhverfi.
Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar.
Þekking á íslenskri menningu og sögu.
Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði.
Færni sem sendiherrar þurfa að hafa:
Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál.
Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri.
Færni í samningatækni og sáttamiðlun.
Leikni í samtölum við ókunnugt fólk.
Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust.
Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja.
Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri.
Geta sem sendiherrar þurfa að hafa:
Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind.
Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar.
Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum.
Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn.
Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag.
Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa:
Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma.
Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki.
Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér.
Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki.
Frumkvæði og hugmyndaauðgi.
Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra.
Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur.
Hvað gera ráðherra og Alþingi?
Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.
Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.
Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar