Starfsgreining sendiherra Ásta Bjarnadóttir skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar