Hommar og íslensk þjóðarsál Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sveinn Arnarsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun