Lítið miðar í friðarátt á Gasa Bjarki Ármannsson skrifar 9. ágúst 2014 08:30 Ísraelsher hefur gert rúmlega 5.000 loftárásir á Gasasvæðið undanfarinn mánuð. Nordicphotos/AFP Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi. Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi.
Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44
Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17
Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21
Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00
Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00
Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52
Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10
Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49
Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00