Fór á skíðum niður Herðubreið Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 08:00 Tómas var einn á ferð þegar hann fór upp Herðubreið og því engin önnur leið en að taka eina góða "selfie“ á toppnum. Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“ Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“
Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira