Fór á skíðum niður Herðubreið Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 08:00 Tómas var einn á ferð þegar hann fór upp Herðubreið og því engin önnur leið en að taka eina góða "selfie“ á toppnum. Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“ Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“
Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira