Innlent

Loksins sól

Það var nóg að gera í ísbúðinni Valdísi á Grandagarði.
Það var nóg að gera í ísbúðinni Valdísi á Grandagarði. Fréttablaðið/GVA
Hitinn í gær komst upp í tæpar 20 gráður á höfuðborgarsvæðinu um klukkan sex í gær og var það mesti hiti sem mælst hefur í sumar. Margir nýttu daginn í útiveru, kaffihúsaferð eða sund.

„Það er búið að vera mjög mikið að gera. Það er gott veður og allir glaðir og hressir,“ segir Þórunn Jörgensen, sem vinnur á Kaffi París. Hún segir að það sé vinsælt að panta sér nachos og bjór á svona góðviðrisdögum.

„Annars er það mikið matur og kaffi,“ segir hún. Í dag spáir björtu veðri og litlu minni hita en í gær, góðviðrið heldur áfram í höfuðborginni á miðvikudag en þá spáir léttskýjuðu.

Sólbað Það er líka gott að liggja bara og leyfa sólinni að leika um sig. fréttablaðið/GVA
Reykjavík Sólar og íss notið á besta degi sumarsins í borginni. Fréttablaðið/GVA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×