Einkaframkvæmd Landspítala er galin Ögmundur Jónasson skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun