Mikilvægari staða, meiri ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun