Rússar mega búast við hörðum viðbrögðum frá NATO Snærós Sindradóttir skrifar 14. ágúst 2014 08:00 Sigmundur Davið og Anders dásömuðu veðrið við ráðherrabústaðinn á miðvikudag. VÍSIR/GVA „Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira