Helgi með smá kvenfyrirlitningu Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Menningarnótt er eitt af þeim fyrirbærum sem fær mig, manninn sem býr „úti á landi“ til að elska Reykjavík. Þessi frjóa hugsun með öllu þessu hæfileikaríka fólk sem býr í borginni og safnast saman í miðbænum til að skapa og búa til eitthvað nýtt. Allt þetta líf sem verður til í miðbænum í höfuðborginni okkar er á heimsmælikvarða. Við búum yfir urmul af skapandi fólki. Ég vona að sem flestir kíki í miðbæinn og njóti menningarinnar og samvista við annað fólk. Um að gera að gera sér glaðan dag. Þessi viðburður hefur einnig breyst mikið undanfarið. Það er ekki langt síðan hann var ekkert nema bakpokafyllerí unglinga. Nú er öldin önnur og hátíðin í ár sú allra veglegasta. Síðan munum við um helgina fá til okkar sannkallaða stórstjörnu til að troða upp í Kórnum (knattspyrnuhús á stað þar sem vorar í júní sökum hæðar yfir sjávarmáli). Sú menning heillar mig almennt aðeins minna, þessi svokallaða poppmenning. Og ég skal segja ykkur af hverju. Við lifum í samfélagi þar sem við þurfum á hverjum einasta degi að berjast fyrir jöfnum hag kynjanna. Jafnréttið er ekki komið þó sumir vilji halda því fram. Poppmenningin gerir lítið úr konum. Þessi menningarheimur er uppfullur af merkjum um að konur séu ekki jafnháar okkur köllunum. Justin er víst á leiðinni til landsins. Það er spurning hvort hann taki þá lagið „Sexy Back“, sem hann gerði vinsælt hérna fyrir tæpum tíu árum. Textinn er um margt áhugaverður:Skítuga kvendi, sérðu hlekkina, Elskan ég er þræll þinn. Ég leyfi þér að slá mig með svipu ef ég haga mér ekki. Það er bara þannig að enginn annar lætur mér líða þannig. Komdu hérna stelpa, komdu baka til, VIP, ég býð upp á drykki, leyfðu mér að sjá hvernig þú twerkar, sjáðu þessar mjaðmir, þú færð mig til að brosa, haltu áfram barn, þú ert sexí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Arnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarnótt er eitt af þeim fyrirbærum sem fær mig, manninn sem býr „úti á landi“ til að elska Reykjavík. Þessi frjóa hugsun með öllu þessu hæfileikaríka fólk sem býr í borginni og safnast saman í miðbænum til að skapa og búa til eitthvað nýtt. Allt þetta líf sem verður til í miðbænum í höfuðborginni okkar er á heimsmælikvarða. Við búum yfir urmul af skapandi fólki. Ég vona að sem flestir kíki í miðbæinn og njóti menningarinnar og samvista við annað fólk. Um að gera að gera sér glaðan dag. Þessi viðburður hefur einnig breyst mikið undanfarið. Það er ekki langt síðan hann var ekkert nema bakpokafyllerí unglinga. Nú er öldin önnur og hátíðin í ár sú allra veglegasta. Síðan munum við um helgina fá til okkar sannkallaða stórstjörnu til að troða upp í Kórnum (knattspyrnuhús á stað þar sem vorar í júní sökum hæðar yfir sjávarmáli). Sú menning heillar mig almennt aðeins minna, þessi svokallaða poppmenning. Og ég skal segja ykkur af hverju. Við lifum í samfélagi þar sem við þurfum á hverjum einasta degi að berjast fyrir jöfnum hag kynjanna. Jafnréttið er ekki komið þó sumir vilji halda því fram. Poppmenningin gerir lítið úr konum. Þessi menningarheimur er uppfullur af merkjum um að konur séu ekki jafnháar okkur köllunum. Justin er víst á leiðinni til landsins. Það er spurning hvort hann taki þá lagið „Sexy Back“, sem hann gerði vinsælt hérna fyrir tæpum tíu árum. Textinn er um margt áhugaverður:Skítuga kvendi, sérðu hlekkina, Elskan ég er þræll þinn. Ég leyfi þér að slá mig með svipu ef ég haga mér ekki. Það er bara þannig að enginn annar lætur mér líða þannig. Komdu hérna stelpa, komdu baka til, VIP, ég býð upp á drykki, leyfðu mér að sjá hvernig þú twerkar, sjáðu þessar mjaðmir, þú færð mig til að brosa, haltu áfram barn, þú ert sexí.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar