Allt kostar þetta peninga Guðríður Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun