Umboðsmaður ekki brotið reglur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:45 Innanríkisráðherra segir vinnubrögð umboðsmanns í lekamálinu hafa það að markmiði að sanna sekt. Fréttablaðið/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gagnrýndi vinnubrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, harðlega í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær. Tilefnið var bréf umboðsmanns til hennar vegna rannsóknar á lekamálinu svokallaða, en hann hefur ákveðið að taka samskipti ráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til formlegrar athugunar. Birting bréfsins daginn eftir að það var sent ráðherra og málshraðinn hjá umboðsmanni hafa verið umdeild en lögfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við segja engar reglur hafa verið brotnar af umboðsmanni. En hvað er embætti umboðsmanns og hvers vegna tekur umboðsmaður Alþingis það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið?Hefur eftirlit með stjórnsýslu Umboðsmaður Alþingis er kosinn beint af þinginu til fjögurra ára í senn. Samkvæmt núgildandi lögum um embættið skal það hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Það eru því einkum athafnir stjórnvalda sem falla undir starfssvið umboðsmanns en hann fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir þeirra heldur einnig málsmeðferð þeirra og framkomu starfsmanna. Til umboðsmanns getur hver sá kvartað sem telur stjórnvald hafa beitt sig rangindum en auk þess að taka við kvörtunum getur umboðsmaður tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Þannig getur hann fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda sem honum þykir rannsóknarverð. Málið sem nú er til rannsóknar á samskiptum ráðherra og lögreglustjóra er slíkt mál. Á síðasta ári stofnaði umboðsmaður aðeins til einnar frumkvæðisathugunar. Árið 2012 voru þær tvær en árið 2011 voru þær hins vegar níu talsins og fleiri árin áður. Skýringuna má rekja til fjölgunar á kvörtunum sem bárust embættinu frá og með árinu 2011 en samkvæmt ársskýrslu þess árs fjölgaði þeim um 40 prósent. Þó hefur starfsmannafjöldi embættisins haldist sá sami. Því hefur minni tími gefist til að taka upp mál að eigin frumkvæði og almennur afgreiðslutími mála hefur lengst.Gagnrýna vinnubrögð Bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku undir gagnrýni Hönnu Birnu í gær og átöldu að hún hefði ekki fengið tækifæri til að svara bréfi umboðsmanns til að koma að andmælum áður en bréfið var gert opinbert, sem og að það hafi verið gert á meðan málið er enn til meðferðar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í fyrradag sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, að nú myndu hefjast árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur haft samband við vegna málsins segja að ljóst sé að umboðsmaður hafi ekki brotið nein lög eða reglur með því að birta bréfið daginn eftir að það var sent. Í fyrra hóf embættið að birta bréf vegna frumkvæðisathugana samdægurs á vef umboðsmanns, annars vegar vegna athugunar á málefnum Landspítalans og hins vegar Litla-Hrauns. Hins vegar töldu sumir lögfræðinganna það ekki vandaða stjórnsýsluhætti að birta slíkt samdægurs, eðlilegra væri að gefa málsaðilum færi á að svara áður en þau væru birt opinberlega.Hröð afgreiðsla málsins Málið hefur fengið hraða afgreiðslu hjá umboðsmanni, sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir hæga afgreiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst telur embættið að málið sé þannig vaxið að nauðsynlegt sé að hraða afgreiðslu þess eins og kostur er. Eðli mála hafi mikið um það að segja hversu mikið þeim er hraðað og hvorki þingið, ráðuneytið né ráðherrann geti unað því að afgreiðsla þess dragist á langinn.Tryggvi GunnarssonEmbætti umboðsmanns Alþingis Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja á stofn embætti umboðsmanns en ákvæði um það hafa verið í sænsku stjórnarskránni frá árinu 1809. Á Íslandi komu fyrst fram hugmyndir að stofnun slíks embættis á Alþingi árið 1963 en það var ekki fyrr en 1. janúar 1988 að fyrstu lögin um umboðsmann Alþingis tóku gildi. Aðeins tveir menn hafa verið kosnir í embættið frá stofnun þess, Gaukur Jörundsson, sem gegndi því frá árinu 1988 til 1998 þegar hann forfallaðist og Tryggvi Gunnarsson núverandi umboðsmaður var fenginn til að leysa hann af. Tryggvi var síðan kjörinn umboðsmaður Alþingis frá 1. janúar 2000 og hefur gegnt því síðan utan hlés þegar hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis. Álit og niðurstöður umboðsmanns Alþingis eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld en sæti athafnir stjórnvalds aðfinnslum eða gagnrýni umboðsmanns getur hann beint til þess tilmælum um úrbætur. Þá getur umboðsmaður meðal annars látið í ljós álit sitt á því hvort tiltekin athöfn sé í samræmi við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti.*Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að bréf umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra hefði verið birt opinberlega samdægurs og það var sent. Hið rétta er að það var birt daginn eftir að það var sent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gagnrýndi vinnubrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, harðlega í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær. Tilefnið var bréf umboðsmanns til hennar vegna rannsóknar á lekamálinu svokallaða, en hann hefur ákveðið að taka samskipti ráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til formlegrar athugunar. Birting bréfsins daginn eftir að það var sent ráðherra og málshraðinn hjá umboðsmanni hafa verið umdeild en lögfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við segja engar reglur hafa verið brotnar af umboðsmanni. En hvað er embætti umboðsmanns og hvers vegna tekur umboðsmaður Alþingis það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið?Hefur eftirlit með stjórnsýslu Umboðsmaður Alþingis er kosinn beint af þinginu til fjögurra ára í senn. Samkvæmt núgildandi lögum um embættið skal það hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Það eru því einkum athafnir stjórnvalda sem falla undir starfssvið umboðsmanns en hann fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir þeirra heldur einnig málsmeðferð þeirra og framkomu starfsmanna. Til umboðsmanns getur hver sá kvartað sem telur stjórnvald hafa beitt sig rangindum en auk þess að taka við kvörtunum getur umboðsmaður tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Þannig getur hann fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda sem honum þykir rannsóknarverð. Málið sem nú er til rannsóknar á samskiptum ráðherra og lögreglustjóra er slíkt mál. Á síðasta ári stofnaði umboðsmaður aðeins til einnar frumkvæðisathugunar. Árið 2012 voru þær tvær en árið 2011 voru þær hins vegar níu talsins og fleiri árin áður. Skýringuna má rekja til fjölgunar á kvörtunum sem bárust embættinu frá og með árinu 2011 en samkvæmt ársskýrslu þess árs fjölgaði þeim um 40 prósent. Þó hefur starfsmannafjöldi embættisins haldist sá sami. Því hefur minni tími gefist til að taka upp mál að eigin frumkvæði og almennur afgreiðslutími mála hefur lengst.Gagnrýna vinnubrögð Bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku undir gagnrýni Hönnu Birnu í gær og átöldu að hún hefði ekki fengið tækifæri til að svara bréfi umboðsmanns til að koma að andmælum áður en bréfið var gert opinbert, sem og að það hafi verið gert á meðan málið er enn til meðferðar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í fyrradag sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, að nú myndu hefjast árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur haft samband við vegna málsins segja að ljóst sé að umboðsmaður hafi ekki brotið nein lög eða reglur með því að birta bréfið daginn eftir að það var sent. Í fyrra hóf embættið að birta bréf vegna frumkvæðisathugana samdægurs á vef umboðsmanns, annars vegar vegna athugunar á málefnum Landspítalans og hins vegar Litla-Hrauns. Hins vegar töldu sumir lögfræðinganna það ekki vandaða stjórnsýsluhætti að birta slíkt samdægurs, eðlilegra væri að gefa málsaðilum færi á að svara áður en þau væru birt opinberlega.Hröð afgreiðsla málsins Málið hefur fengið hraða afgreiðslu hjá umboðsmanni, sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir hæga afgreiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst telur embættið að málið sé þannig vaxið að nauðsynlegt sé að hraða afgreiðslu þess eins og kostur er. Eðli mála hafi mikið um það að segja hversu mikið þeim er hraðað og hvorki þingið, ráðuneytið né ráðherrann geti unað því að afgreiðsla þess dragist á langinn.Tryggvi GunnarssonEmbætti umboðsmanns Alþingis Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja á stofn embætti umboðsmanns en ákvæði um það hafa verið í sænsku stjórnarskránni frá árinu 1809. Á Íslandi komu fyrst fram hugmyndir að stofnun slíks embættis á Alþingi árið 1963 en það var ekki fyrr en 1. janúar 1988 að fyrstu lögin um umboðsmann Alþingis tóku gildi. Aðeins tveir menn hafa verið kosnir í embættið frá stofnun þess, Gaukur Jörundsson, sem gegndi því frá árinu 1988 til 1998 þegar hann forfallaðist og Tryggvi Gunnarsson núverandi umboðsmaður var fenginn til að leysa hann af. Tryggvi var síðan kjörinn umboðsmaður Alþingis frá 1. janúar 2000 og hefur gegnt því síðan utan hlés þegar hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis. Álit og niðurstöður umboðsmanns Alþingis eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld en sæti athafnir stjórnvalds aðfinnslum eða gagnrýni umboðsmanns getur hann beint til þess tilmælum um úrbætur. Þá getur umboðsmaður meðal annars látið í ljós álit sitt á því hvort tiltekin athöfn sé í samræmi við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti.*Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að bréf umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra hefði verið birt opinberlega samdægurs og það var sent. Hið rétta er að það var birt daginn eftir að það var sent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira