Strákarnir verða að vinna Armena í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2014 07:00 Eyjólfur Sverrisson. vísir/pjetur Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“ Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta mætir því armenska í undankeppni EM 2015 í dag. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst klukkan 16:30. Ísland situr í öðru sæti A-riðils með tólf stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Efstu liðin í riðlunum tíu og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni sem verður í Tékklandi. Ástandið á leikmannahópnum er gott að sögn Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara: „Það eru flestir heilir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hörður [Björgvin Magnússon] er tábrotinn og Kristján Gauti [Emilsson] var með tognun aftan í læri, en þeir ættu báðir að vera klárir,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland vann fyrri leik liðanna í Jerevan með tveimur mörkum gegn einu, en leikurinn úti fór fram í rúmlega 30 stiga hita. Eyjólfur segir Armenana erfiða viðureignar: „Þetta eru fljótir og teknískir leikmenn sem eru ákveðnir og ákafir. En við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og ættum að geta nýtt okkur það. Bæði mörkin okkar í leiknum ytra komu eftir skyndisóknir, en ég geri ekki ráð fyrir að Armenarnir verði jafn framarlega á vellinum í dag og þá.“ Eftir leikinn gegn Armeníu heldur íslenska liðið til Auxerre þar sem það mætir því franska á mánudaginn. Eyjólfur segir að fjögur stig úr leikjunum tveimur komi Íslandi í góðu stöðu upp á umspilið að gera: „Við þurfum allavega að vinna Armeníu og það gæti verið að við þyrftum eitt stig á móti Frökkum. Við vitum samt betur hvernig landið liggur á föstudaginn þegar umferðin er búin.“
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira