Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2014 11:41 Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Vísir Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði