Fallturn og festival í Vatnsmýrinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. september 2014 16:00 Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. Mynd/Einkasafn „Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.Páll Óskar kemur framMynd/EinkasafnFram koma:Agent FrescoMammútVökKiriyama FamilyOurlivesEmmsjé GautiReykjavíkurdæturÚlfur ÚlfurDiktaJón JónssonOjba RastaHinemoaPáll ÓskarSteindiBentFriðrik DórAmabadama
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira