Sýn stjórnvalda í menntamálum, aftur til fortíðar Guðríður Arnardóttir og Ólafur Sigurjónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun