Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara er málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira