Gaman að vinna með öðruvísi efni 22. september 2014 22:00 Katrín Alda segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu gaman það er að hanna skartgripi. Mynd/Silja Magg Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni. Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni.
Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning