Illt er að eiga Framsókn að einkavin Björn B. Björnsson skrifar 3. október 2014 08:45 „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar