Útgöngubannið Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2014 07:00 Þegar dagar styttast fer að bera á tilkynningum þar sem fjórðungi Íslendinga er sagt að nú megi þeir vera styttra úti á kvöldin. Þetta er tilkynnt á veggspjöldum með brosandi klukkum og í tölvupósti sem lendir í pósthólfum íslenskra foreldra. Gjarnan er minnt á eftirfarandi lagatexta: „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.“ Til að byrja með hljóta allir að sjá hve gallað þetta ákvæði er. Lesum það orðrétt. Mega þá börn 13-16 börn ekki vera á almannafæri þótt þau séu með fullorðnum ef þau eru ekki að koma heim af fimleikaæfingu? Aldursmörkin eru svo ekki nægilega skýr og hefð virðist ráða túlkun þeirra. Loks má nefna hið augljósa: Hvenær lýkur þessu útgöngubanni? Klukkan 6.00? Klukkan 7.00? Ákvæði sem felur í sér svona víðtæka frelsisskerðingu getur ekki verið svona óljóst þegar kemur að gildistíma. Það má efast um að einhver dómari myndi einhvern tímann dæma einhvern fyrir brot á þessum lögum. Þetta ákvæði ber öll þess merki að vera hugsað sem leynivopn rökþrota foreldra sem hafa sagt „af því að að ég segi það“ það oft yfir að þá vantar eitthvað eins og „af því að Alþingi segir það“ til að brjóta hlutina aðeins upp.Verða að vera reglur… Nú mun einhver spyrja: Verða ekki að vera einhverjar reglur? Svarið við því er: „Kannski.“ Það virðist gera börnum ágætt að setja ákveðnar, fyrirsjáanlegar reglur. En það er allt annað en sjálfsagt mál að ríkið verði að setja þær. Það ættu foreldrar einfaldlega sjálfir að gera. Það eru fá svæði heimsins sem taka jafnmikið fram fyrir hendurnar á þeim eins og Ísland gerir. Vissulega hafa margir bæir Bandaríkjanna sett sér útivistarreglur. Sums staðar hefur verið dæmt að umræddar reglur standist ekki stjórnarskrá, annars staðar hafa dómarar leyft þeim að halda gildi sínu. Það er ekki komin lokaniðurstaða í þessi mál vestanhafs. Hæstiréttur Bretlands hefur hins vegar dæmt á þann veg að óheimilt sé að handtaka börn sem ekki eru líkleg til vandræða. Bresku lögin tóku þó einungis til afmarkaðra svæða. Ísland er einstakt að því leyti að hér ná lögin til alls landsins. Þá má finna fréttir af því að árið 2006 hafi verið rætt um að setja sambærilegt útgöngubann milli 23.00 og 5.00 í nokkrum borgum Bosníu en að mannréttindahópar hafi mótmælt því. Fulltrúi svokallaðrar Helsinkinefndar fyrir mannréttindi í Bosníu taldi á sínum tíma að reglurnar væru brot á réttindum barna eins og þau kæmu fyrir í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi er umboðsmaður barna furðu meðvirkur stjórnvöldum í þessu máli í ljósi þess hve sérstök frelsisskerðingin er á heimsvísu. Útivistarlög eru oftar en ekki sett í kjölfar frásagna af glæpum þar sem börn eru gerendur. En virka þær? Um það er mjög deilt. Margir hafa þó bent á að framkvæmd þeirra vestanhafs feli gjarnan í sér kynþáttamismunun því í langflestum tilfellum er einfaldlega verið að handtaka ungt, svart fólk sem er að dunda sér við að spila körfubolta eða eitthvað álíka saklaust.Afglæpavæðum labbitúrinn Haustið er komið. Á mörgum heimilum munu ungir frelsisaktívistar reyna að snúa ráðandi öflum á sitt band. Þeir munu benda á að „allir aðrir fái að vera úti lengur“. Að reglurnar vegi að frelsi þeirra, feli í sér mismunun og dæmi allt ungt fólk fyrir óframin heimskupör nokkurra. Rökræðurnar geta verið langar og erfiðar. Og þær geta verið erfiðar einfaldlega vegna þess að unga fólkið hefur rétt fyrir sér. Eins og áður sagði, foreldrar eiga að ráða þessu, en heildarútgöngubann alls fólks undir 16 ára aldri er óhefðbundið og ósanngjarnt. Aðstæður ungs fólks geta verið ólíkar. En ungt fólk á að geta verið úti á kvöldin án þess að vera handtekið. Kannski eru margir sem eru búnir að gleyma því en margt ungt fólk upplifir þessi sérstöku íslensku útivistarlög sem talsvert ranglæti. Og þau eru ranglát. Það versta við lögin er að þau glæpavæða algerlega saklausa hegðun. Einhver fimmtán ára er bara að labba heim klukkan korter yfir tíu frá vini eða vinkonu. Hvern er verið að skaða? Hvert er fórnarlambið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þegar dagar styttast fer að bera á tilkynningum þar sem fjórðungi Íslendinga er sagt að nú megi þeir vera styttra úti á kvöldin. Þetta er tilkynnt á veggspjöldum með brosandi klukkum og í tölvupósti sem lendir í pósthólfum íslenskra foreldra. Gjarnan er minnt á eftirfarandi lagatexta: „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.“ Til að byrja með hljóta allir að sjá hve gallað þetta ákvæði er. Lesum það orðrétt. Mega þá börn 13-16 börn ekki vera á almannafæri þótt þau séu með fullorðnum ef þau eru ekki að koma heim af fimleikaæfingu? Aldursmörkin eru svo ekki nægilega skýr og hefð virðist ráða túlkun þeirra. Loks má nefna hið augljósa: Hvenær lýkur þessu útgöngubanni? Klukkan 6.00? Klukkan 7.00? Ákvæði sem felur í sér svona víðtæka frelsisskerðingu getur ekki verið svona óljóst þegar kemur að gildistíma. Það má efast um að einhver dómari myndi einhvern tímann dæma einhvern fyrir brot á þessum lögum. Þetta ákvæði ber öll þess merki að vera hugsað sem leynivopn rökþrota foreldra sem hafa sagt „af því að að ég segi það“ það oft yfir að þá vantar eitthvað eins og „af því að Alþingi segir það“ til að brjóta hlutina aðeins upp.Verða að vera reglur… Nú mun einhver spyrja: Verða ekki að vera einhverjar reglur? Svarið við því er: „Kannski.“ Það virðist gera börnum ágætt að setja ákveðnar, fyrirsjáanlegar reglur. En það er allt annað en sjálfsagt mál að ríkið verði að setja þær. Það ættu foreldrar einfaldlega sjálfir að gera. Það eru fá svæði heimsins sem taka jafnmikið fram fyrir hendurnar á þeim eins og Ísland gerir. Vissulega hafa margir bæir Bandaríkjanna sett sér útivistarreglur. Sums staðar hefur verið dæmt að umræddar reglur standist ekki stjórnarskrá, annars staðar hafa dómarar leyft þeim að halda gildi sínu. Það er ekki komin lokaniðurstaða í þessi mál vestanhafs. Hæstiréttur Bretlands hefur hins vegar dæmt á þann veg að óheimilt sé að handtaka börn sem ekki eru líkleg til vandræða. Bresku lögin tóku þó einungis til afmarkaðra svæða. Ísland er einstakt að því leyti að hér ná lögin til alls landsins. Þá má finna fréttir af því að árið 2006 hafi verið rætt um að setja sambærilegt útgöngubann milli 23.00 og 5.00 í nokkrum borgum Bosníu en að mannréttindahópar hafi mótmælt því. Fulltrúi svokallaðrar Helsinkinefndar fyrir mannréttindi í Bosníu taldi á sínum tíma að reglurnar væru brot á réttindum barna eins og þau kæmu fyrir í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi er umboðsmaður barna furðu meðvirkur stjórnvöldum í þessu máli í ljósi þess hve sérstök frelsisskerðingin er á heimsvísu. Útivistarlög eru oftar en ekki sett í kjölfar frásagna af glæpum þar sem börn eru gerendur. En virka þær? Um það er mjög deilt. Margir hafa þó bent á að framkvæmd þeirra vestanhafs feli gjarnan í sér kynþáttamismunun því í langflestum tilfellum er einfaldlega verið að handtaka ungt, svart fólk sem er að dunda sér við að spila körfubolta eða eitthvað álíka saklaust.Afglæpavæðum labbitúrinn Haustið er komið. Á mörgum heimilum munu ungir frelsisaktívistar reyna að snúa ráðandi öflum á sitt band. Þeir munu benda á að „allir aðrir fái að vera úti lengur“. Að reglurnar vegi að frelsi þeirra, feli í sér mismunun og dæmi allt ungt fólk fyrir óframin heimskupör nokkurra. Rökræðurnar geta verið langar og erfiðar. Og þær geta verið erfiðar einfaldlega vegna þess að unga fólkið hefur rétt fyrir sér. Eins og áður sagði, foreldrar eiga að ráða þessu, en heildarútgöngubann alls fólks undir 16 ára aldri er óhefðbundið og ósanngjarnt. Aðstæður ungs fólks geta verið ólíkar. En ungt fólk á að geta verið úti á kvöldin án þess að vera handtekið. Kannski eru margir sem eru búnir að gleyma því en margt ungt fólk upplifir þessi sérstöku íslensku útivistarlög sem talsvert ranglæti. Og þau eru ranglát. Það versta við lögin er að þau glæpavæða algerlega saklausa hegðun. Einhver fimmtán ára er bara að labba heim klukkan korter yfir tíu frá vini eða vinkonu. Hvern er verið að skaða? Hvert er fórnarlambið?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun