Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Teitur Guðmundsson skrifar 7. október 2014 00:00 Hin endalausa umræða um það hvernig skuli verja fjármunum ríkisins stendur nú sem hæst með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Iðulega tekur það einhverjum breytingum í meðförum þingsins og koma fram ýmis sjónarmið fyrir hvern málaflokk. Sá þeirra sem tekur mest til sín eru heilbrigðis- og velferðarmál sem gefur allri umræðu um hann mikið vægi. Mikilvægt er að vel takist til því skekkjur í tugmilljarða rekstri geta verði ansi sársaukafullar. Til dæmis mætti reka alla utanríkisþjónustu landsins nokkrum sinnum einungis fyrir það fé sem rennur til Landspítalans og þannig mætti lengi telja. Nú blasir við málaflokknum mikill vandi sem felst í mönnun og framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Verkfall lækna er yfirvofandi og er ljóst að í fyrsta skipti í meira en 30 ár blasir við möguleikinn á því að kerfið falli um sjálft sig. Fleiri stéttir munu vafalaust fylgja nái læknar fram þeim kröfum sem þeir gera. Þá er okkur verulegur vandi á höndum því sem stendur höfum við ekki efni á rekstrinum, hvað þá ef kostnaður við hann eykst verulega. Ekki má gleyma því að okkur vantar líka tæki, tól og húsnæði. Við höfum þrátt fyrir þetta ekki efni á því sem þjóð að gera ekki róttækar breytingar á kerfinu til lengri tíma litið, borga laun sem eru samkeppnishæf og gera þjónustuna skilvirkari.Sársaukafullar ákvarðanir Það er ljóst að mönnun heilbrigðisþjónustunnar er stærsta einstaka vandamálið hérlendis og okkur sárvantar lækna með þjálfun í heimilislækningum og almennum lyflækningum sem eiga að vera í framvarðarsveit heilbrigðiskerfisins. Teymisvinna við hjúkrunarfræðinga og aðrar fagstéttir er lykilatriði í allri þjónustu og það sem við eigum að horfa til þegar við skipuleggjum heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Við þurfum að taka sársaukafullar ákvarðanir um það hvar verði veitt þjónusta læknis á landsbyggðinni og hvernig. Eigum við að innleiða aftur héraðsskyldu eða setja ábyrgð ákveðinna svæða í hendur stærri einingum sem geta sent mannskap í styttri tíma í senn? Við eigum að nýta okkur í því efni tækniþróunina og fjarskipti auk þess sem hjúkrunarfræðingar og bráðaliðar myndu sinna frum- sem og bráðaþjónustu á þeim stöðum með stuðningi læknis í gegnum fjarskiptatækni. Miðlæg þjónusta lækna getur sinnt miklu af því sem fram fer í dag á stofu í gegnum tölvu og myndsíma, svipuð módel eru þegar í notkun í Ástralíu og þá hefur Mayo Clinic í Bandaríkjunum ýtt úr vör slíku verkefni. Eitt miðlægt vaktakerfi fyrir allt landið varðandi fyrirspurnir sjúklinga utan hefðbundins vinnutíma er þegar í vinnslu og verður vonandi tilbúið innan skamms. Rafrænar tímabókanir á landsvísu og eftirlit með innköllunum auk gæðaeftirlits þjónustu getur farið fram með þessum hætti. Öflug netgátt fyrir tölvufæra verður að vera til staðar en einnig öflugt símaver. Við erum eina landið sem getur þetta raunverulega þar sem nær allir notast við sama sjúkraskrárkerfið.Fjölbreytt rekstrarform Samtengd rafræn sjúkraskrá og lyfjagagnagrunnur er forsenda þessa og erum við að ná því takmarki vonandi innan skamms. Nauðsynlegt er að horfa til smæðar landsins og skilgreina og kostnaðargreina hvaða sérfræðilæknaþjónustu við veitum hér og hvað við eigum að sækja erlendis, þar koma til erfiðar ákvarðanir m.t.t. tækjakaupa og aðbúnaðar, en hann verður að vera fyrsta flokks fyrir þá sem munu starfa hér. Það er ljóst að umfang þjónustunnar á Íslandi er líklega ekki nægjanlegt til að viðhalda sérþekkingu ýmissa sérgreina læknisfræðinnar og það þarf einfaldlega að ræða það opinskátt. Eina leiðin til að viðhalda þekkingunni er að selja öðrum hana og gera Ísland samkeppnishæft í samkeppninni um lækna ekki síður en sjúklinga samanber Evróputilskipun og fleiri tækifæri. Fjölbreytt rekstrarform eiga að vera regla en ekki undantekning. Þá eigum við að nota landið sem markað fyrir heilbrigðistæknigeirann og byggja hann upp hér enn frekar en nú er. Bent hefur verið á það að kostnaðareining á Landspítala sé verulega ódýrari en í Svíþjóð á Karolinska, eða sem munar heilum 58%. Þá er ekki búið að bera saman við önnur lönd. Ef það er ekki viðskiptatækifæri þá veit ég ekki hvað er það, hvers vegna selur íslenska ríkið ekki heilbrigðisþjónustu markvisst til að skapa sér tekjur? Eða leyfir öðrum að gera það og styður við bakið á þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Hin endalausa umræða um það hvernig skuli verja fjármunum ríkisins stendur nú sem hæst með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Iðulega tekur það einhverjum breytingum í meðförum þingsins og koma fram ýmis sjónarmið fyrir hvern málaflokk. Sá þeirra sem tekur mest til sín eru heilbrigðis- og velferðarmál sem gefur allri umræðu um hann mikið vægi. Mikilvægt er að vel takist til því skekkjur í tugmilljarða rekstri geta verði ansi sársaukafullar. Til dæmis mætti reka alla utanríkisþjónustu landsins nokkrum sinnum einungis fyrir það fé sem rennur til Landspítalans og þannig mætti lengi telja. Nú blasir við málaflokknum mikill vandi sem felst í mönnun og framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Verkfall lækna er yfirvofandi og er ljóst að í fyrsta skipti í meira en 30 ár blasir við möguleikinn á því að kerfið falli um sjálft sig. Fleiri stéttir munu vafalaust fylgja nái læknar fram þeim kröfum sem þeir gera. Þá er okkur verulegur vandi á höndum því sem stendur höfum við ekki efni á rekstrinum, hvað þá ef kostnaður við hann eykst verulega. Ekki má gleyma því að okkur vantar líka tæki, tól og húsnæði. Við höfum þrátt fyrir þetta ekki efni á því sem þjóð að gera ekki róttækar breytingar á kerfinu til lengri tíma litið, borga laun sem eru samkeppnishæf og gera þjónustuna skilvirkari.Sársaukafullar ákvarðanir Það er ljóst að mönnun heilbrigðisþjónustunnar er stærsta einstaka vandamálið hérlendis og okkur sárvantar lækna með þjálfun í heimilislækningum og almennum lyflækningum sem eiga að vera í framvarðarsveit heilbrigðiskerfisins. Teymisvinna við hjúkrunarfræðinga og aðrar fagstéttir er lykilatriði í allri þjónustu og það sem við eigum að horfa til þegar við skipuleggjum heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Við þurfum að taka sársaukafullar ákvarðanir um það hvar verði veitt þjónusta læknis á landsbyggðinni og hvernig. Eigum við að innleiða aftur héraðsskyldu eða setja ábyrgð ákveðinna svæða í hendur stærri einingum sem geta sent mannskap í styttri tíma í senn? Við eigum að nýta okkur í því efni tækniþróunina og fjarskipti auk þess sem hjúkrunarfræðingar og bráðaliðar myndu sinna frum- sem og bráðaþjónustu á þeim stöðum með stuðningi læknis í gegnum fjarskiptatækni. Miðlæg þjónusta lækna getur sinnt miklu af því sem fram fer í dag á stofu í gegnum tölvu og myndsíma, svipuð módel eru þegar í notkun í Ástralíu og þá hefur Mayo Clinic í Bandaríkjunum ýtt úr vör slíku verkefni. Eitt miðlægt vaktakerfi fyrir allt landið varðandi fyrirspurnir sjúklinga utan hefðbundins vinnutíma er þegar í vinnslu og verður vonandi tilbúið innan skamms. Rafrænar tímabókanir á landsvísu og eftirlit með innköllunum auk gæðaeftirlits þjónustu getur farið fram með þessum hætti. Öflug netgátt fyrir tölvufæra verður að vera til staðar en einnig öflugt símaver. Við erum eina landið sem getur þetta raunverulega þar sem nær allir notast við sama sjúkraskrárkerfið.Fjölbreytt rekstrarform Samtengd rafræn sjúkraskrá og lyfjagagnagrunnur er forsenda þessa og erum við að ná því takmarki vonandi innan skamms. Nauðsynlegt er að horfa til smæðar landsins og skilgreina og kostnaðargreina hvaða sérfræðilæknaþjónustu við veitum hér og hvað við eigum að sækja erlendis, þar koma til erfiðar ákvarðanir m.t.t. tækjakaupa og aðbúnaðar, en hann verður að vera fyrsta flokks fyrir þá sem munu starfa hér. Það er ljóst að umfang þjónustunnar á Íslandi er líklega ekki nægjanlegt til að viðhalda sérþekkingu ýmissa sérgreina læknisfræðinnar og það þarf einfaldlega að ræða það opinskátt. Eina leiðin til að viðhalda þekkingunni er að selja öðrum hana og gera Ísland samkeppnishæft í samkeppninni um lækna ekki síður en sjúklinga samanber Evróputilskipun og fleiri tækifæri. Fjölbreytt rekstrarform eiga að vera regla en ekki undantekning. Þá eigum við að nota landið sem markað fyrir heilbrigðistæknigeirann og byggja hann upp hér enn frekar en nú er. Bent hefur verið á það að kostnaðareining á Landspítala sé verulega ódýrari en í Svíþjóð á Karolinska, eða sem munar heilum 58%. Þá er ekki búið að bera saman við önnur lönd. Ef það er ekki viðskiptatækifæri þá veit ég ekki hvað er það, hvers vegna selur íslenska ríkið ekki heilbrigðisþjónustu markvisst til að skapa sér tekjur? Eða leyfir öðrum að gera það og styður við bakið á þeim?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun