Ein kredda er ekki betri en önnur Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2014 00:00 jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar.
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar