Ógnin í Eldvörpum Ellert Grétarsson skrifar 16. október 2014 07:00 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bárðarbunga Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun