Hef alltaf verið mikill leturperri Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. október 2014 10:00 Guðmundur Úlfarsson Vísir/Ernir „Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira