Stígum varlega til jarðar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. október 2014 07:00 Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun