Tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 13:00 Þórunn segir þetta gott tækifæri til að hitta fólk í hönnunargeiranum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“ Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira