Færri brjóta aftur af sér eftir meðferð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. október 2014 07:15 í nýjum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að sett sé meira fjármagn í sérstakt meðferðarúrræði fyrir fanga sem hafa brotið gegn börnum. Fréttablaðið/Heiða Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira