Forboðinn húslestur Pawel Bartoszek skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Þar sem ég stóð með stafla af bókum fyrir framan sjálfsafgreiðsluborðið á Borgarbókasafninu áttaði ég mig á því að að ég hafði gleymt bókasafnskortinu heima. Ég ákvað því að ganga að þjónustuborðinu og spyrja hvort það væri ekki hægt að skrá þetta á mig engu að síður. „Jú, jú, hver er kennitala þín?” spurði bókasafnfræðingurinn vingjarnlega. Eftir að ég þuldi upp þá tíu stafi sem aðgreina mig frá öðrum íbúum þessa lands hóf manneskjan að skrá inn bækurnar sem ég hafði ætlað mér að leigja. Fyrstu tvær flugu inn í kerfið án teljandi vandræða. En þegar kom að þeirri þriðju nam bókasafnsfræðingurinn skyndilega staðar. Hönd hennar færðist af lyklaborðinu. Hún greip um bókina: „Nýju fötin keisarans eftir Hans Christian Andersen. Steingrímur Thorsteinsson þýddi.“ Hún þagði í stutta stund áður en hún leit á mig með yfirheyrandi augnaráði og spurði, heldur hvasst: „Kanntu ekki dönsku?” „Jú, jú,“ svaraði ég, fremur hissa. „Kannski ekki reiprennandi, en ég lærði hana í skóla og bjó svo í tvö ár úti í Köben, tók meira segja eitthvað próf. Auðvitað er maður orðinn dálítið ryðgaður en…“ „Þú verður að lesa bókina á dönsku,“ greip hún fram í. „Það eru bara reglur hér á safninu.“ „Ha?“ spurði ég. „Já, þýðingarnar eru bara hugsaðar fyrir þá sem kunna ekki viðkomandi tungumál. Því miður. Þetta eru bara lögin í landinu. Ekkert sem ég get gert.“ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. „Á ég að finna hvort hún sé til á dönsku fyrir þig?“Svona safn er til Dæmið sem ég tiltek er upplogið. Það er enginn sem bannar mér að leigja bók í íslenskri þýðingu bara út af því að ég kann frummálið. En það er til bókasafn sem setur svipaðar reglur. Á hljóðbókasafninu fá einungis þeir að leigja bækur sem geta ekki lesið eða eiga erfitt með það. Á heimasíðu safnsins segir:„Hljóðbókasafn Íslands þjónar skv. lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur.Allir umsækjendur þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði/greiningu frá fagaðila þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur.“ Þetta þarfnast smá skýringar. Venjulega væri ekki hægt að endurútgefa verk höfunda án leyfis þeirra. En þar sem það er litið á það sem mannréttindamál að fólk sem getur ekki lesið geti engu að síður notið lista heimila lög að menn taki upp bækur, án leyfis, sérstaklega fyrir þennan hóp. En vegna þessarar sérstöku reglu geta aðrir ekki notið upplestrarins. Reglulega má heyra fréttir af rithöfundum sem eru ósáttir við þetta fyrirkomulag. Það er erfitt að áfellast þá. Rökin gengu kannski upp meðan enginn raunverulegur markaður var fyrir hljóðbækur á Íslandi. Það hefur mjög líklega breyst. Og fyrst markaðurinn er kominn er asnalegt að til sé einokunaraðili sem geti framleitt hljóðbækur, án sérstaks leyfis, fyrir stóran hluta markhópsins.Breyttur markaður Vinsældir hljóðbóka hafa aukist. Sala þeirra hefur þrefaldast á fimm árum skv. samtökum bandarískra bókaútgefenda (publishers.org). Skýringuna er auðvitað að finna í nýrri tækni. Nú þegar meirihluti fólks er kominn með tæki sem getur spilað langar hljóðbækur eða annað hljóð er markaðurinn orðinn allt annar og stærri. Fólk hlustar ekki lengur á hljóðbók út af því að það getur ekki lesið venjulega bók. Fólk hlustar á hljóðbók út af því að það vill hlusta á hljóðbók. Sumir rithöfundar vilja sjálfir lesa bækur sínar inn á hljóðbók. Aðrir myndu vilja fá einhvern sérstakan til þess. Listamenn eiga að fá að ráða þessu sjálfir. Menn eiga einfaldlega að taka þá fjármuni sem þegar fara í þennan upplestur og veita styrki til hljóðupptöku á bókum sem rithöfundar og útgefendur gætu keppt um. Síðan gætu menn selt afraksturinn á almennum markaði. Höfundar fengju að hafa áhrif á útgáfu verka sinna. Þeir sem ekki geta lesið fengju betri hljóðbækur. Og þeir sem geta lesið en vilja hlusta á hljóðbækur gætu það. Þeir geta það oft ekki í dag. Það er fáránlegt. Að spyrja einhvern af hverju hann vilji neyta tiltekins listaverks á einu formati en ekki öðru er í raun álíka fáránlegt og spyrja hvort hann vilji njóta listar til að byrja með. „Af hverju viltu fara í bíó? Af hverju ferðu ekki frekar bara í bað?” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Þar sem ég stóð með stafla af bókum fyrir framan sjálfsafgreiðsluborðið á Borgarbókasafninu áttaði ég mig á því að að ég hafði gleymt bókasafnskortinu heima. Ég ákvað því að ganga að þjónustuborðinu og spyrja hvort það væri ekki hægt að skrá þetta á mig engu að síður. „Jú, jú, hver er kennitala þín?” spurði bókasafnfræðingurinn vingjarnlega. Eftir að ég þuldi upp þá tíu stafi sem aðgreina mig frá öðrum íbúum þessa lands hóf manneskjan að skrá inn bækurnar sem ég hafði ætlað mér að leigja. Fyrstu tvær flugu inn í kerfið án teljandi vandræða. En þegar kom að þeirri þriðju nam bókasafnsfræðingurinn skyndilega staðar. Hönd hennar færðist af lyklaborðinu. Hún greip um bókina: „Nýju fötin keisarans eftir Hans Christian Andersen. Steingrímur Thorsteinsson þýddi.“ Hún þagði í stutta stund áður en hún leit á mig með yfirheyrandi augnaráði og spurði, heldur hvasst: „Kanntu ekki dönsku?” „Jú, jú,“ svaraði ég, fremur hissa. „Kannski ekki reiprennandi, en ég lærði hana í skóla og bjó svo í tvö ár úti í Köben, tók meira segja eitthvað próf. Auðvitað er maður orðinn dálítið ryðgaður en…“ „Þú verður að lesa bókina á dönsku,“ greip hún fram í. „Það eru bara reglur hér á safninu.“ „Ha?“ spurði ég. „Já, þýðingarnar eru bara hugsaðar fyrir þá sem kunna ekki viðkomandi tungumál. Því miður. Þetta eru bara lögin í landinu. Ekkert sem ég get gert.“ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. „Á ég að finna hvort hún sé til á dönsku fyrir þig?“Svona safn er til Dæmið sem ég tiltek er upplogið. Það er enginn sem bannar mér að leigja bók í íslenskri þýðingu bara út af því að ég kann frummálið. En það er til bókasafn sem setur svipaðar reglur. Á hljóðbókasafninu fá einungis þeir að leigja bækur sem geta ekki lesið eða eiga erfitt með það. Á heimasíðu safnsins segir:„Hljóðbókasafn Íslands þjónar skv. lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur.Allir umsækjendur þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði/greiningu frá fagaðila þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur.“ Þetta þarfnast smá skýringar. Venjulega væri ekki hægt að endurútgefa verk höfunda án leyfis þeirra. En þar sem það er litið á það sem mannréttindamál að fólk sem getur ekki lesið geti engu að síður notið lista heimila lög að menn taki upp bækur, án leyfis, sérstaklega fyrir þennan hóp. En vegna þessarar sérstöku reglu geta aðrir ekki notið upplestrarins. Reglulega má heyra fréttir af rithöfundum sem eru ósáttir við þetta fyrirkomulag. Það er erfitt að áfellast þá. Rökin gengu kannski upp meðan enginn raunverulegur markaður var fyrir hljóðbækur á Íslandi. Það hefur mjög líklega breyst. Og fyrst markaðurinn er kominn er asnalegt að til sé einokunaraðili sem geti framleitt hljóðbækur, án sérstaks leyfis, fyrir stóran hluta markhópsins.Breyttur markaður Vinsældir hljóðbóka hafa aukist. Sala þeirra hefur þrefaldast á fimm árum skv. samtökum bandarískra bókaútgefenda (publishers.org). Skýringuna er auðvitað að finna í nýrri tækni. Nú þegar meirihluti fólks er kominn með tæki sem getur spilað langar hljóðbækur eða annað hljóð er markaðurinn orðinn allt annar og stærri. Fólk hlustar ekki lengur á hljóðbók út af því að það getur ekki lesið venjulega bók. Fólk hlustar á hljóðbók út af því að það vill hlusta á hljóðbók. Sumir rithöfundar vilja sjálfir lesa bækur sínar inn á hljóðbók. Aðrir myndu vilja fá einhvern sérstakan til þess. Listamenn eiga að fá að ráða þessu sjálfir. Menn eiga einfaldlega að taka þá fjármuni sem þegar fara í þennan upplestur og veita styrki til hljóðupptöku á bókum sem rithöfundar og útgefendur gætu keppt um. Síðan gætu menn selt afraksturinn á almennum markaði. Höfundar fengju að hafa áhrif á útgáfu verka sinna. Þeir sem ekki geta lesið fengju betri hljóðbækur. Og þeir sem geta lesið en vilja hlusta á hljóðbækur gætu það. Þeir geta það oft ekki í dag. Það er fáránlegt. Að spyrja einhvern af hverju hann vilji neyta tiltekins listaverks á einu formati en ekki öðru er í raun álíka fáránlegt og spyrja hvort hann vilji njóta listar til að byrja með. „Af hverju viltu fara í bíó? Af hverju ferðu ekki frekar bara í bað?”
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun